Eitt smit vegna Covid-19 var staðfest á Norðurlandi eystra í gær en smitin á svæðinu eru nú orðin þrjú í heildina. Þrettán einstaklingar eru í sóttkví á svæðinu.
Eitt smit greindist einnig á Norðurlandi vestra og er það fyrsta smitið á því svæði í einhvern tíma. Tveir eru í sóttkví á Norðurlandi vestra.
75 greindust með kórónuveiruna á landinu öllu í gær. Það er mesti fjöldi smita sem hefur greinst innanlands í síðari bylgju faraldursins.
UMMÆLI