Smit kom upp hjá leikmanni í karlaliði Þórs

Smit kom upp hjá leikmanni í karlaliði Þórs

Leikmaður í karlaliði Þórs í fótbolta greindist með COVID-19 smit í dag. Rúv greinir frá. Bæði leikmenn og þjálfarar eru nú í sóttkví fram á föstudag þar til liðið verður skimað á ný.

Sjá einnig: Smit hjá fótboltaliði Þór/KA

Smit greindist hjá kvennaliðinu í fyrrakvöld og eru því bæði liðin í sóttkví. Kvennaliðið var skimað í gær en hingað til hefur annað smit ekki komið upp þar. Bæði liðin æfðu á föstudaginn síðasta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó