Smit hjá fótboltaliði Þór/KA

Smit hjá fótboltaliði Þór/KA

Leikmaður meistaraflokks Þórs/KA í fótbolta hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr Covid prófi. Í gærkvöld var smit leikmannsins staðfest en hún var síðast á æfingu ásamt öðrum leikmönnum og þjálfurum á föstudag.

„Strax og þessar upplýsingar lágu fyrir voru gerðar allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir varðandi þá leikmenn og þjálfara sem umgengust hana dagana fyrir veikindin. Leikmenn og þjálfarar munu fara í skimun í dag og verða í svokallaðri úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu á vef Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó