Skipverji um borð á snekkjunni Hetairos greindist með kórónuveirusmit í síðustu viku. Skipið lá fyrr í sumar tíu daga á Pollinum við Akureyri. Greint var frá smitinu á fréttamiðlinum Sermitsiaq.
Eftir dvölina á Akureyri fór skipið til Ísafjarðar og þaðan til Grænlands þar sem smitið greindist í þorpinu Nanortalik.
Á vef mbl.is segir að samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra Akureyrar hafi skútan ekki að bryggju í bænum og ekki er vitað til þess að skipverjar hafi farið í land.