NTC

<strong>Smámunir frá setuliðinu í Eyjafirði sem sjá má á hvíta tjaldinu – myndir</strong>

Smámunir frá setuliðinu í Eyjafirði sem sjá má á hvíta tjaldinu – myndir

Varðveislumenn minjanna hafa á undanförnum árum bjargað mörgum áhugaverðum stríðsminjum frá glötun. Flesta minjagripina hafa þeir fundið ýmist grafna í jörðu eða liggjandi á yfirborðinu á athafnasvæðum setuliðsins á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Breskir, bandarískir, kanadískir og norskir setuliðsmenn dvöldust víða í Eyjafirði á meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði. Eins og alkunna er skildi setuliðið mikið af búnaði sínum eftir hér þegar það fór af landi brott að stríði loknu – búnaði sem nýttist fólki til sjávar og sveita við leik og störf. Hins vegar hafa gripirnir sem nú eru að koma fram í dagsljósið verið huldir sjónum manna í 80 ár. Varðveislumenn birtu skemmtilegar myndir á dögunum af nokkrum vel völdum gripum sem þeir hafa fundið og tekið til varðveislu. Á myndunum má sjá hvernig samskonar eða sambærilegir gripir hafa komið við sögu í þekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar til dagsins í dag.

Hér er hægt að skoða myndirnar.

Sambíó

UMMÆLI