Gæludýr.is

Slökkviliðsmenn gengnir af göflunum

Í morgun lögðu slökkviliðsmenn Slökkviliðs Akureyrar af stað í göngu sína um Eyjafjörð. Slökkviliðsmennirnir eru fullbúnir í reykköfunarbúningum sínum með súrefniskúta. Lagt var af stað frá Ráðhústorgi um 10 í morgun og ætla þeir sér að ganga Eyjafjarðarhringinn og mæta aftur á Ráðhústorg um 4 í dag.

Gangan er hluti af átakinu „Gengið af göflunum – Gengið til góðs“ til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessu stefna þeir að því að safna nógu mörgum áheitum svo hægt verði að kaupa nýja ferðafóstru; neyðarflutningsbúnað fyrir veika nýbura og fyrirbura. Hægt er að fylgjast með slökkviliðsmönnunum í beinni útsendingu á Facebook hér að neðan.

Þeir sem vilja styrkja við átakið er bent á reikninginn sem er eyrnarmerktur söfnuninni í eigu Hollvina;

Reikningur 0565-14-405630
Kennitala 640216-0500

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó