Slökkviliðsæfing á Krossanesi (MYNDIR)Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

Slökkviliðsæfing á Krossanesi (MYNDIR)

Slökkvilið Akureyrar stendur fyrir skipulögðum bruna á bænum Ytra-Krossanesi í dag, bæði íbúðarhúsinu og hlöðunni. Áhyggjufullir Akureyringar geta því andað léttar, vitandi að engin hætta stafar af þeim reyk sem sést hefur stíga upp norðan meginn í bænum í dag.

Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

Slökkviliðið hefur nú í einhvern tíma haft húsið til afnota og nýtt til ýmsra æfinga, t.d. við reykköfun. Fyrir nokkrum dögum síðan var sú ákvörðun loks tekin að brenna húsið alveg, enda stóð ekki til að húsið stæði þarna til frambúðar.

Að sjálfsögðu var bruninn nýttur til ýmsra æfinga, en Slökkvilið Akureyrar, Slökkvilið Grýtubakkahrepps og Lögreglan á Akureyri voru öll á staðnum. Slökkviliðin hafa haldið brunanum í skefjum í allan morgun og lögreglan nýtti brunann til æfinga í notkun dróna og hitamyndavéla.

Þessi hestur kippti sér nú ekki mikið upp við eldinn, enda þótti honum talsvert mikilvægara að rannsaka hvort að fréttaritari kaffisins lumaði á einhverju góðgæti fyrir hann. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson.
Sá rauði kippti sér ekki upp við eldinn frekar en brúni vinur hans. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson
Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson
Búast má við því að ekki muni mikið standa eftir af Ytra-Krossanesi í lok dags. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó