Slökkviliðið og lögreglan mætast í fótboltaleik

Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar hafa skorað á Lögregluna á Akureyri í fótboltakeppni. Leikurinn verður við Oddeyrarskóla á Akureyri klukkan 10 í fyrramálið.

Slökkviliðið mun spila leikinn í slökkviliðsbúningum sínum með loftkúta og maska en lögreglan verður handjárnuð. Leikar munu standa þar til loftið klárast hjá þrem af fjórum liðsnönnum slökkviliðsins.

Uppátækið er hluti af verkefninu „Gengið af göflunum“ þar sem slökkviliðsmenn Slökkviliðsins á Akureyri ætla að ganga í Eyjafjarðarhringinn í reykköfunargöllum, um 40 km leið, til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessu stefna þeir að því að safna nógu mörgum áheitum svo hægt verði að kaupa nýja ferðafóstru; neyðarflutningsbúnað fyrir veika nýbura og fyrirbura.

Þeir sem vilja styrkja við átakið er bent á reikninginn sem er eyrnarmerktur söfnuninni í eigu Hollvina;

Reikningur 0565-14-405630
Kennitala 640216-0500

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó