Slökkviliðið á Akureyri var kallað út að Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi þegar gufa vegna þrifa í eldhúsi setti eldvarnarkerfið í gang. Það var því sem betur fer ekki um alvarlegt atvik að ræða. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Þar er haft eftir vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á Akureyri að sumir eldvarnaskynjarar séu næmir og geti talið gufu vera reyk vegna ljósskynjarabúnaðar sem er á þeim.
UMMÆLI