Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus eins og talið var í fyrstu. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags en frá því ekki verið kveikt á símanum.
Síminn hefur ekki fundist en ef kveikt verður á honum aftur fær lögreglan strax upplýsingar um það. Síminn var af gerðinni Iphone en GPS-tækni sem gæti staðsett símann var ekki virk.
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem lauk nú rétt í þessu. Á fundinum kom fram að þrátt fyrir að fjölmargar vísbendingar um ferðir Birnu hafi borist hafi engin þeirra gefið haldbærar skýringar á hvarfi Birnu.
UMMÆLI