Skrítin skilti á leikvöllum Akureyrarbæjar

Skrítin skilti á leikvöllum Akureyrarbæjar

Nýlega vakti Sævar Þór Halldórsson, stjórnandi Facebook-hópsins „Áhugafólk um skilti“, athygli á skilti sem stendur við Skátagilsvöll. Sævar veltir því fyrir sér hvern skiltið sé gert fyrir en á skiltinu stendur nafn leikvallarins og eru teikningar af börnum ásamt QR-kóða. Ef fylgt er kóðanum þá færðu upp pdf-skjal þar sem upplýsingar eru að finna um hvert tæki á leikvellinum, fyrir hvaða aldurshóp leiktækið sé, ábyrgðaraðila (símanúmer hans í einhverjum tilvikum) og vottun tækisins. Efst í skjalinu er síðan hlekkur til þess að senda ábendingar á Akureyrarbæ ef eitthvað er ábótavant varðandi leikvöllinn. Athugasemd var gerð við færsluna þar sem sagt var að allir leikvellir bæjarins væru með þessar merkingar, meðlimir Facebook-hópsins velta fyrir sér „hráu útliti“ pdf-skjalsins og tilvist skiltanna. Hægt er að sjá skjalið frá Skátagilsvelli hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI