NTC

Skreytum bæinn rauðan!

Verslunarmannahelgin byrjar með pompi og prakt í dag. Í tilefni hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri eru bæjarbúar hvattir til þess að setja bæinn í rauðan búning og skreyta eins og þeir geta með rauðum lit. Í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar segir:

Okkur langar að biðja bæjarbúa að taka þátt í að klæða bæinn okkar í búning fyrir hátíðina. Okkur langar að bærinn verði rauður í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn. Því eru rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt það sem við biðjum ykkur, kæru bæjarbúar, að gera sýnilegt við híbýli ykkar frá 3. – 6. ágúst næstkomandi.

Ákveðin dómnefnd hefur verið skipuð sem velur best skreytta húsið og best skreyttu götuna á Akureyri og hljóta vinningshafar grillpakka frá Goða í verðlaun, að verðmæti 100.000 kr. Því er til mikils að vinna. Allir sem taka þátt í skreytingunum geta notað hashtaggið #rauttAk á facebook og instagram. Kosningunni geta allir tekið þátt í og fer hún fram inn á vefnum www.einmedollu.is undir flipanum „rautt“.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó