Skráning í Leiklistarskóla LA hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vornámskeið 2018 í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þetta er 10. starfsár skólans, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á meðal barna og unglinga. Námið í LLA miðast að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun, ásamt aga og tækni. Skólinn er bekkjarskiptur og að neðan má sjá upplýsingar um kennslufyrirkomulagið, auk skráningarfrests. Athugið að hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 50% systkinaafsláttur.

 

YNGSTA STIG – 4. OG 5. BEKKUR

Kennt á miðvikudögum bæði í Hofi og Samkomuhúsinu.

Kl. 16:15-17:45 (Hópur 1).

Kl. 17:45-19:15 (Hópur 2).

Kennarar eru Berglind Jónsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir.

Verð 35.000. kr.

Skráningu lýkur 5. febrúar kl. 13.

MIÐSTIG – 6. OG 7. BEKKUR

Kennt á mánudögum bæði í Hofi og Samkomuhúsinu.

Kl. 16:15-17:45.

Kennarar eru Berglind Jónsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson.

Verð 42.000. kr.

Skráningu lýkur 5. febrúar kl. 13.

EFSTA STIG – 8., 9. OG 10. BEKKUR

Kennt á mánudögum bæði í Hofi og Samkomuhúsinu.

Kl. 17:45-19:45.

Kennarar eru Berglind Jónsdóttir og Hrafndís Bára Einarsdóttir.

Verð 48.000 kr.

Skráningu lýkur 7. febrúar kl. 13.

Opnað hefur verið fyrir skráningu hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó