Skorað á bæjaryfirvöld að færa strætóskýlið við skautahöllinaÁkveðinn kafli í brekkunni sést ekki þegar keyrt er út af planinu við skautahöllina vegna skýlisins. Fólk telur þetta skapa töluverða hættu vegna umferðarhraðans í brekkunni.

Skorað á bæjaryfirvöld að færa strætóskýlið við skautahöllina

Iðkendur, aðstandendur og forráðamenn iðkenda hafa réttilega bent á að mikil hætta stafi af strætóskýli sem stendur við skautahöllina og trjánna þar í kring. Ástæðan er sú að staðsetning skýlisins og trjánna byrgir alveg sýn upp götuna til vinstri svo að bílar hverfa úr sjón á nokkrum kafla þegar keyrt er út af bílaplaninu við skautahöllina. Þetta skapar töluverða hættu en mikill hraði er í umferðinni á þessum kafla þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Þá líka sérstaklega yfir veturinn þegar hálka er á götunum.

Stofnað hefur verið undirskriftarlista þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir og skora á bæjaryfirvöld að fjarlægja skýlið og tréin. Stungið er upp á því að setja annað hvort skýli í stað þess sem stendur núna úr gleri sem sést í gegnum eða að færa skýlið norður fyrir götuna.
Kröfuna í heild sinni má sjá hér að neðan:
,,Við undirrituð, iðkendur, forráðamenn og aðstandendur hjá Skautafélagi Akureyrar, skorum á bæjaryfirvöld að fjarlægja biðskýli sem stendur við útkeyrslu frá bílaplani skautahallarinnar. Það, auk trjáa sem standa við skýlið, byrgir algjörlega sýn upp götuna til vinstri þannig að bílar hverfa á nokkrum kafla. Þessi kafli og hraði umferðarinnar, gerir það að verkum að bílar eru oft komnir mjög nálægt þegar þeir sjást og af þessu verður hætta við útkeyrslu af planinu. Því skorum við á bæjaryfirvöld að fjarlægja biðskýlið og trén, og setja í staðinn skýli úr gegnsæju efni, eða færa skýlið norður fyrir götuna.“ 

Hér er hægt að skrifa undir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó