NTC

Skorað á Akureyrarbæ að endurvekja Dynheima

Nýlega fór af stað undirskriftarlisti á netinu með áskorun til Akureyrarbæjar að breyta Dynheimum aftur í tónleika og hljómsveitarhúsnæði líkt og það var á árum áður.

Í áskoruninni segir: „Dynheimar eru tónlistarmenningar arfur Akureyrar og það loforð um að starf þess mundi haldast óbreitt í húsnæði Rósenborgar hefur ekki staðist þar sem skortur er á æfingarhúsnæði fyrir hljómsveitir ásamt því að menningin sem hafði skapast í kringum Dynheima einfaldlega lognaðist útaf, og er það staðreynd því að Dynheimar voru Hjarta tónleika og tónlistarmenningar Akureyrar fyrir óþekkta sem og þekkta tónlistarmenn til þess að koma saman og halda fjölda tónleikar ár hvert.“

Þegar þetta er skrifað hafa 336 manns skrifað undir. Þar má finna einstaklinga eins og Bubba Morthens og Hauk Tryggvason sem rekur frægasta tónlistarstað Akureyrar, Græna Hattinn. Akureyringurinn Halldór Kristinn Harðarsson sem semur tónlist undir listamannanafninu Ká-Aká skrifaði undir áskorunina og hvetur aðra til að gera það líka.
Ég bara sé ekki unga og upprennandi tónlistarmenn koma sér inn á Hof eða Græna, einhverstaðar verða menn að byrja og væri hægt að nýta þetta húsnæði í æfingar/tónleika/hljóðvinnslu aðstöðu osfrv. Það væri hægt að halda mörg venue þarna og kannski koma smá senu af stað á Akureyri, nóg er af fólkinu, en spurning er um aðstöðu fyrir fólkið.“

Sigurður Kristinn Sigtryggson meðlimur í Skyttunum, einni vinsælustu hljómsveit sem komið hefur frá Akureyri tók í sama streng og Halldór.„Við í Skyttunum slitum barnsskónum í æfingarhúsnæðinu í Dynheimum (þá sem Definite Skillz) og héldum tónleika í salnum ásamt Double Oddz Krew (með KöttGrá Pjé innanborðs). Þetta var snilld. Þá réð Baldvin Z lofum þarna og vildi allt fyrir okkur gera.“

 

Dynheimar

Dynheimar

Hægt er að sjá nánar um áskorunina og skrifa undir hér: http://www.petitions24.com/dynheima_til_baka_fyrir_hljomsveitar__tonlistarmenningar

Sambíó

UMMÆLI