Skor opnar á Glerártorgi

Skor opnar á Glerártorgi

Skor mun opna sérhæfðan pílustað á Glerártorgi á Akureyri í haust. Þetta kemur fram á vef Glerártorgs en þar segir að framkvæmdir séu hafnar.

Staðurinn mun innihalda 8 pílubása ásamt karaoke herbergi. Skor hóf rekstur fyrir rúmum þremum árum í Reykjavík. Í lok árs verða staðirnir orðnir fjórir talsins, einn í Reykjavík, einn á Akureyri og tveir í Danmörku. Skor þróar sitt eigið sérhæfða pílukerfi sem einungist er hægt að spila á stöðum Skor.

„Mikið er lagt í staðinn og mun hann opna í haust. Mikil tilhlökkun er að opna á Akureyri og hefur það verið í bígerð lengi,“ segir á vef Glerártorgs.

UMMÆLI

Sambíó