NTC

Skólp flæddi upp á yfirborðið í grennd við GiljaskólaMyndir: Aðsendar Vísi.is

Skólp flæddi upp á yfirborðið í grennd við Giljaskóla

Brunnur stíflaðist á Akureyri í dag, í grennd við Giljaskóla, með þeim afleiðingum að skólp flæddi upp á yfirborðið. Skólpið flæddi yfir nokkuð stórt svæði nærri skólanum og mikill óþefur var á svæðinu í kjölfarið. Vísir greinir frá.

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir í samtali við Vís að margt bendi til að skýringuna sé að finna í að einhverjir hafi verið að koma rakettuspýtum og greinum ofan í brunnlokið. Blautklútar í fráveitunni hafi svo safnast upp á staðnum með þeim afleiðingum að skólp flæddi upp á yfirborðið. Hann segir málið góða áminningu um skaðsemi blautklúta í fráveitu og að mikilvægt sé að líta ekki á salerni sem ruslakistu. Mikil vinna og kostnaður geti falist í að hreinsa dælur og sömuleiðis auka klútarnir líkurnar á bilunum í öllum búnaði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó