Skólastofnanir taka þátt í jafnréttisverkefni

Helstu áherslur verkefnisins eru að stuðla að jafnrétti kynjanna

Verkefnið Rjúfum hefðirnar-förum nýjar leiðir hefur að markmiði að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk karla og kvenna. Verkefnið, sem er stýrt af Jafnréttisstofu, hófst sl. haust og lýkur á næsta ári.

Helstu áherslur í þessu verkefni, sem Jafnréttisstofa hefur umsjón með, er að stuðla að jafnrétti kynjanna í menntun, starfsþjálfun og ráðgjöf, brjóta upp kynbundnar staðalmyndir í náms- og starfsvali, vekja áhuga kvenna á hefðbundnum karlastörfum og vekja áhuga kvenna á hefðbundnum karlastörfum.

Verkefnið tekur til nokkurra fyrirtækja og stofnana á Akureyri. Öll skólastig taka þátt í því; leikskólinn Lundarsel, Oddeyrarskóli, VMA og Háskólinn á Akureyri. Einnig taka Öldrunarstofnanir Akureyrar þátt og sömuleiðis Slippurinn Akureyri.

Áætlað er að verkefninu ljúki haustið 2018 með málþingi, þar sem dregnar verða saman niðurstöður þess og árangurinn metinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó