Skógarböðin við Akureyri munu opna í dag, sunnudaginn 22. maí. Þetta kemur fram á vef Skógarbaðanna. Hægt er að bóka tíma á vefnum www.forestlagoon.is.
Upprunalega stóð til að opna böðin í febrúar á þessu ári en framkvæmdir frestuðust vegna Covid faraldursins.
Skógarböðin eru staðsett gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar með útsýni yfir Eyjafjörð.
UMMÆLI