NTC

Skógarböðin og Íslandshótel slíta samstarfi um uppbyggingu hótels

Skógarböðin og Íslandshótel slíta samstarfi um uppbyggingu hótels

Samstarfi Íslandshótela og Skógarbaðanna um uppbyggingu nýs hótels við böðin var slitið í lok júlímánaðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum. Báðir aðilar undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarfið í byrjun árs þar sem reiknað var með fimm miljarða króna fjárfestingu.

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir að þrátt fyrir gott samstarf hafi of mikill munur á hugmyndum hvors aðila um framhaldið ollið því að ekki sé forsenda til að halda því áfram. Sigríður María Hammer, stjórnarformaður Skógarbaðanna, segir einnig að tafir á byggingarleyfi og öðrum undirbúningi hafi sett strik í reikninginn.

Áætlað var að hótelið myndi opna vorið 2026 en samstarfsslitin gætu sett strik í reikninginn. Sigríður segir þau þó enn ætla sér að reisa hótel og leita Skógarböðin nú að nýjum samstarfsaðilum fyrir verkefnið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó