Um 400 manns, eldri en 80 ára, voru bólusettir á Akureyri í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um bólusetningar á landinu.
Sjá einnig: Bólusetningar á HSN fyrir íbúa 80 ára og eldri í næstu viku
„Þetta hefur allt gengið mjög vel, gott aðgengi og skipulagið er alveg til fyrirmyndar,“ segir Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands í samtali við Morgunblaðið.
Alls bárust 720 skammtar af Pfizer-bóluefni á Norðurlandið í upphafi vikunnar og var það nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri. Bólusetning fór fram í húsakynnum Slökkviliðs Akureyrar og var fólk boðað í smáum hópum, alls voru 24 bólusettir í einu.