Lið Skíðaþjónustunnar stóð uppi sem sigurvegari í Fyrirtækjakeppni píludeildar Þórs en liðið lagði lið DJ Grill í úrslitum í gærkvöld. Frá þessu er greint á vef Þórs.
Í undanúrslitum lagði Skíðaþjónustan lið ÚA og DJ Grill sigraði lið TDK. Úrslitin voru svo spiluð í gærkvöld þar sem Skíðaþjónustan hafði betur 8:4. Alls voru 14 lið skráð til keppni að þessu sinni.
Mynd: Thorsport.is/Palli Jóh
UMMÆLI