Skíðarútan byrjar akstur í Hlíðarfjall

Hlíðarfjall.

Hin svokallaða Skíðarúta hefur nú hafið akstur og verður á ferðinni um helgar fram undir vor eða svo lengi sem aðstæður í Hlíðarfjalli leyfa.

Bíllinn ekur hring um bæinn og stoppar við öll stærri hótel og gistiheimili. Þaðan liggur svo leiðin í Fjallið. Það er „The Traveling Viking“ sem rekur Skíðarútuna líkt og síðustu vetur.

Heildarlengd ferðar er um það bil 30 mínútur. Það kostar 1.000 kr. að taka sér far með skíðarútunni aðra leið en 1.500 báðar leiðir. Börn á aldrinum fá 50% afslátt og rútunni er ekið allar helgar.

Föstudaga: Upp í fjall klukkan 12.00* & 14.00, úr fjallinu klukkan 15.00* & 19.10 (*bara þegar fjallið opnar fyrir kl 14.00).

Laugardaga & sunnudaga: Upp í fjall klukkan 9.00 & 12.00, úr fjallinu klukkan 13.00, 15.00 & 16.10.

Viðkomustaðir bílsins eru:

Bónus Naustahverfi (+00 min)
Sæluhús – Hotel (+03)
Heimavistin Þórunnarstræti (+05 min)
Icelandair Hótel (+07 min)
Kea Hótel (+09)
Hótel Akureyri (+11 min)
N1 Hörgarbraut (+15 min)
Samkaup Borgarbraut (+20 min

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó