Píeta

Skíðafélag Akureyrar vann til fjölda verðlauna á Unglingameistaramótinu1. sæti Hildur Védís Heiðarsdóttir, Skíðafélag Akureyrar 2. sæti Ólafía Elísabet Einarsdóttir, Breiðablik 3. Karen Júlía Arnarsdóttir, Skíðafélag Akureyrar

Skíðafélag Akureyrar vann til fjölda verðlauna á Unglingameistaramótinu

Skíðafélag Akureyrar náði góðum árangri á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í loks mars. Mótið fór fram á Akureyri í Hlíðarfjalli þar sem margir tóku þátt í keppninni.

Hildur Védís Heiðarsdóttir, frá Skíðafélagi Akureyrar, hreppti 1. sætið í sínum aldursflokki í Alpagreinum, 14-15 ára stúlkur, með 414 stig. Á eftir henni var Ólafía Elísabet Einarsdóttir frá Breiðabliki með 389 stig en í þriðja sæti var Karen Júlía Arnarsdóttir, frá Skíðafélagi Akureyrar, með 336 stig.

Í flokki 12-13 ára stúlkna í Alpagreinum var það Sonja Lí Kristinsdóttir frá SKA sem nældi sér í silfrið. Hún fékk alls 360 stig, ekki nema 12 stigum á eftir sigurvegaranum Elínu Elmarsdóttur frá Skíðafélagi Reykjavíkur.

Í skíðagöngunni var árangurinn ekki síðri en
Birta María Vilhjálmsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, vann till gullverðlauna í flokki 13-14 ára stúlkna.
Í drengjaflokki 15-16 ára voru það þeir Ævar Freyr Valbjörnsson og Einar Árni Gíslason frá SKA sem tóku annað og þriðja sætið með annars vegar 780 stig og 620 stig hins vegar.

UMMÆLI