Skemmtilegustu Norðlendingarnir á Instagram

Skemmtilegustu Norðlendingarnir á Instagram

Instagram er einn vinsælasti samfélagsmiðill nútímans. Á miðlinum sem er í eigu Facebook setur fólk inn myndir og myndbönd úr lífi sínu. Við á Kaffinu tókum saman Norðlendinga sem eru staddir víðs vegar um heiminn sem okkur finnst skemmtilegast að fylgjast með á forritinu og mælum með að fylgja.

Karen Björg Þorsteinsdóttir – karenbjorg

Grenvíkingurinn Karen Björg hefur getið sér gott orð sem grínisti og sjónvarpskona undanfarin ár. Hún er einnig stórskemmtileg á Instagram þar sem hún fer meðal annars reglulega yfir Bændablaðið.

https://www.instagram.com/p/CAtOjPagyYR/?utm_source=ig_web_copy_link

Stefán Elí Hauksson – stefanelih

Tónlistarmaðurinn Stefán Elí býður upp á skemmtilegt efni og flottar myndir.

https://www.instagram.com/p/B_X_MCzA_7G/?utm_source=ig_web_copy_link

Jón Már Ásbjörnsson – jonmisere

Rokkarinn og útvarpsmaðurinn Jón Már er alltaf hress á Instagram. Hann er meðal annars duglegur að sýna fylgjendum sínum Vegan lífsstíl sinn.

https://www.instagram.com/p/B-UsmgYg2_k/?utm_source=ig_web_copy_link

Eva Björk Benediktsdóttir – evabjorkben

Fjölmiðlakonan Eva Björk birtir allt það fallega og skemmtilega úr lífi sínu á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B-fvSIOgtKU/?utm_source=ig_web_copy_link

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir – stefaniajohonnud

Stefanía Sigurdís hefur vakið mikla athygli fyrir jafnréttisbaráttu sína undanfarin ár. Við mælum með að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum.

https://www.instagram.com/p/CADNTAKAzxC/?utm_source=ig_web_copy_link

Björk Óðinsdóttir – bjorkodins

Crossfit-stjarnan Björk Óðinsdóttir er vinsæl á Instagram.

https://www.instagram.com/p/CAJNekuFqib/?utm_source=ig_web_copy_link

Halldór Kristinn Harðarson – halldork

Rapparinn góðkunni KÁ/AKÁ er geggjaður á samfélagsmiðlum.

https://www.instagram.com/p/B-IcS9CA_nj/?utm_source=ig_web_copy_link

Silja Björk Björnsdóttir – siljabjorkk

Það er alltaf nóg um að vera hjá baráttukonunni Silju Björk.

https://www.instagram.com/p/B-rowivAP2w/?utm_source=ig_web_copy_link

Melkorka Ýrr Yrsudóttir – melkorkayrr

Melkorka er með yfir sjö þúsund fylgjendur á Instagram.

https://www.instagram.com/p/CAbR1fUggiE/?utm_source=ig_web_copy_link

Halldór Helgason – halldor_helgason

Halldór Helgason er einn vinsælasti snjóbrettakappi í heiminum.

https://www.instagram.com/p/B-rb3tEIKhd/?utm_source=ig_web_copy_link

Inga Dagný Eydal – ingaeydal

Inga Eydal tekur afskaplega fallegar myndir.

https://www.instagram.com/p/CAdJdY6Aww_/?utm_source=ig_web_copy_link

Ivan Mendez – imendezmusic

Ivan stundar nám við tónlistarskóla í Berlín í Þýskalandi og sýnir frá ævintýrum sínum á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B_w4bmQAjgB/?utm_source=ig_web_copy_link

Kristján Eldjárn Sveinsson – keldjarn

Kristján er duglegur að ferðast og birtir æðislegar myndir á Instagram.

https://www.instagram.com/p/CAcojrlgbvM/?utm_source=ig_web_copy_link

Þórður Halldórsson – doddihalldors

Þórður birtir skemmtilegar myndir úr íslenskri náttúru á Instagram síðu sinni.

https://www.instagram.com/p/B-KHJILgpAm/?utm_source=ig_web_copy_link

Helga Jóhannsdóttir – helgajohanns

Áhugafólk um tísku ætti að fylgja Helgu.

https://www.instagram.com/p/CAQrB6pgJqr/?utm_source=ig_web_copy_link

Skúli Bragi Geirdal – skuligeirdal

Sjónvarpsmaðurinn Skúli Bragi er alveg jafn glæsilegur á Instagram og hann er á skjánum.

https://www.instagram.com/p/CAV42_NANlp/

Álvaro Montejo – alvaromontejo

Knattspyrnukappinn frá Spáni er hrifinn af Íslandi og tekur fallegar myndir.

https://www.instagram.com/p/CAkTFFGIR1R/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó