Skemmtileg helgi framundan í Menningarhúsinu Hofi

Skemmtileg helgi framundan í Menningarhúsinu Hofi

Sýning Barnamenningarhátíðar, Hulduverur – Myndlistarsýning nemenda Brekkuskóla, opnar í Hamragili á föstudagskvöldið. Sýningin er í tengslum við ráðstefnuna Huldufólk og álfar í heimabyggð sem haldin verður í Hofi á laugardaginn. Markmið ráðstefnunnar er að heiðra þennan óáþreifanlega menningararf. Myndlistarsýningin varpar ljósi á viðhorf barna til álfa og huldufólks árið 2024. Öll velkomin á opnun myndlistarsýningarinnar en uppselt er á ráðstefnuna. 

Á föstudagskvöldinu er komið að stefnumóti við ástina þegar söngkonan Rósa María flytur rómantísk dægurlög á tónleikunum Hjartans tónar. Fluttar verða rómantískar dægurlagaperlur úr ýmsum áttum, létt og lifandi, silkimjúk og seiðandi tónlist, svo ást, hlýja og vellíðan fylli rýmið og streymi um æðarnar og fylgi tónleikagestum út í vorið. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð. 

Íslandsmótið í fitness fer fram á laugardaginn í Hofi. Keppt verður í öllum helstu fitnessflokkum karla og kvenna og eru um 50 keppendur skráðir til keppni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó