Skemmtiferðaskip sigla til Hríseyjar í sumar

Hrísey er nýr áfangastaður skemmtiferðaskipa í sumar.

Það styttist óðfluga í komu skemmtiferðaskipanna til Norðurlandsins en fleiri tugir skipa stoppa á Norðurlandinu yfir sumartímann og hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Síðasta sumar komu 124 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þeim hefur fjölgað um heil 5 skip í ár og er því von á 129 skipum í sumar.

Hrísey nýr áfangastaður!
Í sumar koma tvö skemmtiferðaskip til með að stoppa í Hrísey en þetta er í fyrsta sinn sem Hrísey er á áætlun skemmtiferðaskipanna. Þó hefur skemmtiferðaskip einu sinni stoppað þar árið 2016 sökum þess að ekki var hægt að stoppa á Siglufirði.
Enn fremur er stefnt að því að fjölga ferðum til Hríseyjar næsta sumar og því fjögur skip sem ætla í ferðir þangað sumarið 2019.

38 skip munu sigla til Grímseyjar í sumar og er reiknað með að samanlagður farþegafjöldi skemmtiferðaskipanna í ár til Akureyrar, Grímseyjar og Hríseyjar verði 128 þúsund manns.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó