NTC

Skautafélag Akureyrar stóð sig stórkostlega á Bikarmóti um helgina

Úrslitin í stúlknaflokki A

Úrslitin í stúlknaflokki A

Um helgina fór fram Bikarmót ÍSS í listhlaupi á skautum. Skautafélag Reykjavíkur, Skautafélagið Björninn og Skautafélag Akureyrar tóku þátt í mótinu.

Skautafélag Akureyrar sýndi frammúrskarandi árangur á mótinu, eins og oft áður, en félagið átti einungis 20 keppendur á mótinu af 74. Þar af lentu 12 keppendur á verðlaunapalli, sex keppendur í fyrsta sæti, fjórir í öðru sæti og tveir í þriðja sæti.
Mótið var sett á föstudaginn með formlegum æfingum en lauk í dag með verðlaunaafhendingu. Keppt var í 10.flokkum, þar af eru tveir flokkar: Stúlknaflokkur og Unglingaflokkur, þar sem keppt er með tvö prógrömm. Stúlkurnar kepptu með fyrra prógrammið sitt á laugardeginum, stutta prógrammið eins og það er oft kallað, en langa prógrammið kepptu þær með á sunnudeginum.

Á mótinu voru tvær stelpur, þær Marta María Jóhannsdóttir og Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sem að reyndu við tvöfaldan Axel í prógramminu sínu. Því fylgir mikil áhætta því ef þú lendir stökkið ekki almennilega færðu ekkert fyrir tilraun þess og þetta stökk er eitt það erfiðasta sem íslenskir skautarar glíma við. Þeim tókst þó að sigra báða sína flokka með stökkið í prógramminu og verður það að teljast sem mjög góður árangur.
Skautafélag Akureyrar hefur staðið sig með stakri prýði síðastliðin misseri þrátt fyrir að vera minnsta félagið á landinu. Bikarmótið um helgina hefur greinilega ekki verið nein undantekning og við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit í keppnisflokki 12 ára og yngri B.

Úrslit í keppnisflokki 12 ára og yngri B.

Hér að neðan er hægt að sjá hvernig stelpurnar frá Skautafélagi Akureyrar stóðu sig í hverjum flokki fyrir sig: 

Frá SA í 8 ára og yngri A sigraði Sædís Heba Guðmundsdóttir og Magdalena Sulova hafnaði í þriðja sæti.

Í 10 ára og yngri B voru þrír keppendur frá Skautafélagi Akureyrar: Katrín Sól Þórhallsdóttir sem hafnaði í 1.sæti, Kristbjörg Eva Magnadóttir í 2.sæti og Eva María Hjörleifsdóttir í 8.sæti.

Í 10 ára og yngri A var aðeins einn keppandi frá SA en það var hún Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sem jafnframt sigraði flokkinn.

Í 12 ára og yngri B voru fjórir keppendur frá SA: Júlía Rós Viðarsdóttir sem lenti í 1.sæti, Kolfinna Ýr Birgisdóttir í 2.sæti, Telma Marý Arinbjarnardóttir í 6.sæti og Bríet Berndsen Ingvadóttir í 8.sæti.

Í 12 ára og yngri A var enn og aftur aðeins einn keppandi frá SA, sem sigraði jafnframt flokkinn, hún Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir.

Í Unglingaflokki B var einn keppandi frá SA sem að hafnaði í 2.sæti, en það var hún Eva Björg Halldórsdóttir.

Í Unglingaflokki A keppti Elísabet Sævarsdóttir ein frá Skautafélagi Akureyrar og hafnaði í 5.sæti.

Í Stúlknaflokki A hertóku þrír keppendur SA fyrstu sætin: Marta María Jóhannsdóttir fór þar í 1.sæti, Aldís Kara Bergsdóttir var í 2.sæti og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í 3.sæti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó