NTC

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar íslandsmeistarar í kvennaflokki

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar íslandsmeistarar í kvennaflokki

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar, SA, er Íslands­meist­ari kvenna í ís­hokkí árið 2021 eft­ir 5:0-sig­ur á Fjölni í odda­leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts­ins í skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri á laugardag. Liðið vann alla sjö deild­ar­leiki sína í vet­ur og hafði svo bet­ur í úr­slita­ein­víg­inu gegn Fjölni.
Í úrslitaeinvíginu vann SA fyrsta leikinn örugglega 13-1 á heimavelli. Annan leikinn vann Fjölnir óvænt eftir vítakeppni og því þurfti að grípa til oddaleiks.

Staðan var marka­laus eft­ir fyrsta leik­hluta en Jón­ína Guðbjarts­dótt­ir kom SA í for­ystu í öðrum leik­hluta og rétt áður en hon­um lauk varð staðan 2:0 með marki frá Sögu Sig­urðardótt­ur. Saga bætti svo við öðru marki sínu snemma í þriðja leik­hluta og þær Arn­dís Sig­urðardótt­ir og Kol­brún Garðars­dótt­ir skoruðu svo á síðustu mín­út­un­um til að inn­sigla sig­ur­inn.

Sambíó

UMMÆLI