NTC

Skautadiskó með trúð og landsliðskonu


Föstudaginn næstkomandi verður fjör í skautahöllinni á Akureyri þegar fyrsta skautadiskó vetrarins verður haldið en skautadiskó hefur verið rótgróinn liður á föstudagskvöldum í höllinni.

Að þessu sinni verður Skralli trúður mættur á svellið í skautunum sínum til að skemmta börnum og fullorðnum, ásamt því að Eva María, landsliðskona í íshokkí, mun stýra leikjum á ísnum.
Frítt er inn fyrir 5 ára og yngri, 600 krónur inn fyrir 6-16 ára og 900 krónur fyrir fullorðna. Fyrir þá sem ekki eiga skauta er hægt að leigja par á aðeins 500 krónur.

Diskóið byrjar klukkan 19 og stendur til 21.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó