Skál fyrir Vésteini með Andrési Vilhjálmssyni er jólalag Rásar 2 í ár

Skál fyrir Vésteini með Andrési Vilhjálmssyni er jólalag Rásar 2 í ár

Skál fyrir Vésteini með Andrési Vilhjálmssyni bar sigur úr býtum í hinni árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Andrés mun flytja lagið á Jólagestum Björgvins 16. desember.

Lagið er eftir Andrés og textinn eftir Ragnar Hólm frænda hans. Bryndís Ásmundsdóttir syngur bakraddir.

„Mér fannst þetta ekki líklegt að þetta færi alla leið. Ótrúlega skemmtilegt,“ segir Andrés í samtali við Gígju Hólmgeirsdóttur sem tók á móti honum í hljóðstofu Rásar 2 á Akureyri þar sem hann ræddi einnig við Sigga Gunnars og Lovísu Rut.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó