
Skákfélag Akureyrar stendur fyrir skákmóti til styrktar Grófinni
Sunnudaginn 4. desember stendur Skákfélag Akureyrar fyrir skákmóti til styrktar Grófinni geðverndarmiðstöð. Skákmótið verður haldið í skákheimilinu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Aðgangseyrir er 1000 krónur og mun hann allur renna óskiptur til Grófarinnar.
Skákfélag Akureyrar var stofnað 10. febrúar árið 1919 og er meðal elstu félaga á Akureyri.
Sjá einnig: Grófin Geðverndarmiðstöð á Akureyri
Grófin geðverndarmiðstöð hefur verið starfrækt á Akureyri síðan haustið 2013. Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95, á 4.hæð. Starfsemi Grófarinnar felst í því að hjálpa þeim sem eiga við geðraskanir að stríða að vinna í sínum bata. Daglega hittast um 25-30 manns í Grófinni og þar er unnið eftir hugmyndafræði valdeflingar
Sjá einnig: Veldu lífið, það er þess virði