NTC

Sjúkraþjálfari á Akureyri smitaður

Sjúkraþjálfari á Akureyri smitaður

Sjúkraþjálfari hjá Stíg á Akureyri er smitaður af Covid-19 og hafa því um þrjátíu skjólstæðingar hjá sjúkraþjálfunarstöðinni verið sendir í sóttkví. Þjálfarinn greindist með veiruna á laugardaginn.
Aðrir sjúkraþjálfarar á stöðinni voru í sumarfríi svo þeir þurfa ekki í sóttkví.

Tveir eru sem fyrr í einangrun á Norðurlandi eystra og þrjátíu og fimm í sóttkví. Hitt tilfellið er erlendur ferðamaður sem greindist á föstudaginn og er fjölskylda hans í svokallaðri biðeinangrun en eru ekki með veiruna, fjölskyldan hafði ekki dvalið á Akureyri áður en smitið kom upp.

Þrjú ný smit greindust á landinu í gær og er því heildarfjöldi smitaðra á Íslandi kominn upp í 83 einstaklinga og 734 í sóttkví á landinu öllu. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær.

Sambíó

UMMÆLI