Kvennalið Þórs í körfubolta vann sinn sjöunda sigur í röð þegar Íslandsmeistarar Keflavíkur komu í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í gær. Þórsliðið er taplaust á heimavelli í vetur og er eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar.
Stelpurnar okkar í körfuboltanum héldu uppteknum hætti þegar Þór fékk Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld.
Þórskonur unnu nokkuð öruggan 22 stiga sigur, 109-87. Liðið er nú í öðru sæti með 18 stig, 4 stigum á eftir toppliði Hauka.
Næsti leikur Þórs er nágrannaslagur gegn Tindastóli á Sauðárkróki þann 15.janúar næstkomandi klukkan 19:15.
UMMÆLI