Sjötti einstaklingurinn handtekinn í tengslum við alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu


Eins og Kaffið greindi frá í gær átti sér stað umfangsmikil lögregluaðgerð í íbúðarhúsi við Strandgötu í gær. Lögreglan handtók fimm einstaklinga í gær vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á rúmlega þrítugum karlmanni. Í nótt var sjötti einstaklingurinn handtekinn samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að yfirheyrslur séu hafnar og krafist verði gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm sakborningum í dag.

,,Rannsókn málsins hefur miðað áfram en vegna rannsóknarhagsmuna er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Fréttin verður uppfærð. 

Sjá einnig: 

5 einstaklingar handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó