Framsókn

Sjór gengur yfir götur bæjarins

Sjór gengur yfir götur bæjarins

Brjálað veður hefur verið á Akureyri í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á svæðinu. Sjór gengur nú yfir götur bæjarins á Eyrinni og lögreglan hefur biðlað til vegfarenda að aka ekki um þessar götur að svo stöddu.

Vísir.is hefur fylgst með óveðrinu og sagt frá á vef sínum. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri, segir í samtali við fréttastofu Vísis að bálhvasst sé á svæðinu og unnið sé að því að tryggja skip við höfnina.

„Það er náttúrulega mjög hásjávað og strekkingur. Það hittir akkúrat á svona veður og sjávarstöðu, þetta er alveg hellingur,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu Vísis. Hann kveðst trúa því að það gangi vel á grjótgarða víða á Norðurlandi í óveðrinu.

Vatn hefur tekið að flæða inn í hús á svæðinu og hefur meðal annars flætt inn í Braggaparkið sem stendur við Laufásgötu.

Margir hafa orðið varir við rafmagnsleysi á Akureyri í dag og svo virðist sem rafmagn hafi farið af í öllum bænum og í Eyjafirði á tímabili líkt og á stórum hluta landsins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó