Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opna á föstudaginnÍ sjóböðunum eru gestir með útsýni yfir Skjálfandaflóann og Kinnarfjöll. Mynd: Gaukur Hjartarson.

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opna á föstudaginn

Framkvæmdum er nú lokið í sjóböðunum á Húsavíkurhöfða og ráðgert að opna á föstudaginn kl. 10. Sjóböðin hafa verið í undirbúningi frá árinu 2011 en árið 2014 sótti félagið Sjóböð ehf. um lóð efst á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdir hófust í október í fyrra en áætlað er að kostnaðurinn hljóði upp á 500 til 600 milljónir króna.

Sjórinn er hitaður með jarðvarma upp úr borholum svo að vatnið er hlýtt og notalegt en í böðunum er útsýni yfir Skjálfandaflóann og Kinnarfjöll. Auk þess stendur gestum til boða gufubað og glæsilegur veitingastaður sem hannaður er af Basalt Arkitektum. Aðgangseyrir í sjóböðin er 4.300 krónur en einnig verður hægt að kaupa árskort á hagstæðu verði að sögn framkvæmdarstjóra.

Áætlað var að opna böðin í júní síðastliðnum en vegna tafa á framkvæmdinni var ákveðið að færa opnunina fram í lok ágúst.
Þeir sem lögðu fjármagn í verkið eru Norðursigling, framkvæmdasjóðurinn Tækifæri, Orkuveita Húsavíkur og Jarðböðin sjálf. Trésmiðjan Rein sér um framkvæmdina.

Smelltu á myndirnar hér að neðan til að sjá þær stærri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó