Framsókn

Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2019Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaðanna á Húsavík og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mynd: Samtök ferðaþjónustunnar.

Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2019

Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2019. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi SAF, 11. nóvember ár hvert. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Sjóböðunum á Húsavík verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík í dag. Þessu er greint frá inn á vef Samtaka Ferðaþjónustunnar í dag.

Einróma álit nefndarinnar að Sjóböðin fengju verðlaunin

Þetta er í sextánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 32 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Sem fyrr endurspegla tilnefningarnar til nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru og var dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár séu Sjóböðin á Húsavík.

Ferðaþjónusta á Húsavík tekið stórt stökk við opnun Sjóbaðanna

Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum.

VG

UMMÆLI

Sambíó