NTC

Sjóböð opna á Húsavík – Nafnið opinberað og framkvæmdarstjóri ráðinn

Svona munu sjóböðin GeoSea líta út.

Stefnt er að því á næsta ári að opna sjóböð á Húsavík sem verður einstaklega náttúrlegur og flottur áfangastaður. Sjóböðin verða með útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin sem gestir geta virt fyrir sér meðan þeir liggja í lónunum. Lónin verða fyllt með heitum sjó sem fenginn er úr borholum á Húsavíkurhöfða. Nú hefur nafnið á þessum nýja áfangastað verið ákveðið en sjóböðin koma til með að heita GeoSea.
Sigurjón Steinsson, fyrrum rekstarstjóri Kilroy Iceland, hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Sjóböðum ehf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó