NTC

Sjö sóttu um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Sjö sóttu um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Sjö umsækjendur sóttu um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Jón Már Héðinsson, núverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, mun stíga til hliðar í sumar.

Sjá einnig: Jón Már Héðinsson stígur til hliðar sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri

Skipað verður í embættið frá 1. ágúst næstkomandi. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
  • Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri
  • Karl Frímannsson, sviðsstjóri
  • Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur
  • Ómar Örn Magnússon, doktorsnemi
  • Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó