Á dögunum var ákveðið að framlengja umsóknarfresti í allt nám við Háskólann á Akureyri til 15. júní, fyrir utan diplómunám í lögreglufræðum sem var 4. maí.
HA býður upp á eftirsóknarvert nám og hefur aðsókn í skólann farið stigvaxandi undanfarin ár. Í Háskólanum á Akureyri má finna sjö námsleiðir sem eru ekki í boði í neinum öðrum háskóla á Íslandi.
Nú er boðið upp á grunnnám í eftirtöldum greinum: félagsvísindum, fjölmiðlafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, kennarafræði (leik- og grunnskóla), líftækni, lögfræði, lögreglufræði, nútímafræði, sálfræði, sjávarútvegsfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði.
Þá er einnig boðið upp á framhaldsnám á heilbrigðisvísindasviði, í félagsvísindum, viðskiptafræði og auðlindafræði. Frá og með vormisseri 2019 varð HA fullvaxta háskóli með nám á öllum þrepum háskólanáms þegar honum var veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám.
Umsækjendum er bent á að kynna sér inntökuskilyrði og aðgangstakmarkanir sem er að finna á vefsíðum námsleiða og hér.
UMMÆLI