Gæludýr.is

Sjö flokkar í NA-kjördæmi ná manni inn samkvæmt nýrri könn­un MMR

Sjö flokkar í NA-kjördæmi ná manni inn samkvæmt nýrri könn­un MMR

Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR á af­stöðu fólks til fram­boða í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um munu frambjóðendur úr sjö flokkum í Norðausturkjördæmi komast á þing í haust. Enginn frambjóðandi úr ríkisstjórnarflokki VG kemst þó inn samkvæmt könnuninni. Þá er enginn úr Viðreisn sem kemst inn heldur.

Könn­un­in, sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið og mbl.is, var gerð dag­ana 18.-24. ág­úst og tóku 932 þátt í henni, en 772 tóku af­stöðu til fram­boða í kosn­ing­un­um.

Þau sem komast á þing samkvæmt niðurstöðum MMR eru:

  • Logi Einarsson, Samfylkingunni
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokknum
  • Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokknum
  • Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingunni
  • Línek Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokknum
  • Einar Brynjólfsson, Pírötum
  • Haraldur Ingi Haraldsson, Sósíalistaflokknum
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokknum
  • Berglind Ósk Guðmundursdóttir, Sjálfstæðisflokknum

Þá nær Jakob Frímann Magnússon úr Flokki Fólksins jöfnunarsæti. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að svör úr kjördæmum hafi verið mismörg og því beri að líta á könnunina sem samkvæmisleik fremur en kosningaspá.

„Þegar niðurstaðan er reiknuð í þing­sæti sam­kvæmt regl­um lands­kjör­stjórn­ar ná sömu níu flokk­ar inn á þing og í fyrri könn­un­um. Rétt er þó að ít­reka að vegna þessa fjölda fram­boða eru iðulega fá svör að baki fylg­is­hlut­falli, sér­stak­lega í lands­byggðar­kjör­dæmun­um. Fyr­ir vikið geta vik­mörk­in verið mjög há og rétt að taka for­spár­gildi ná­kvæmra þing­sæta­út­reikn­inga með varúð. Sömu­leiðis þarf sára­litla breyt­ingu til þess að flokk­ar skipt­ist á þing­sæt­um, sem þá fær­ast einatt um kjör­dæmi vegna jöfn­un­ar­sæta. Af þeim sök­um ber að líta á vænt­an­legt þing­manna­tal hér að ofan sem sam­kvæm­is­leik frem­ur en kosn­inga­spá,“ segir um könnunina á vef mbl.is.

Þing­menn kjör­dæma sam­kvæmt skoðana­könn­un MMR. Mynd/​mbl.is

Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Hér má finna fleira greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum.

Sambíó

UMMÆLI