Sjallinn mun ekki loka í bráð: „Fólk er að skemmta sér vel og fallega“

Sjallinn mun ekki loka í bráð: „Fólk er að skemmta sér vel og fallega“

Lokun skemmtistaðarins Sjallans á Akureyri hefur verið í umræðunni lengi en ófá lokaböll hafa verið haldin á staðnum undanfarin ár. Til stóð að opna hótel á reitnum þar sem skemmtistaðurinn er en því hefur nú verið frestað og Sjallinn mun ekki loka í bráð.

Tónlistarmaðurinn Halldór Kristinn Harðarsson er skemmtanastjóri staðarins ásamt Óla Geir og saman hafa þeir rifið upp stemninguna í Sjallanum á ný.

Halldór segir í samtali við Kaffið að það hafi verið rosa góð stemning á viðburðum staðarins undanfarið. „Fólk er að skemmta sér vel og fallega. Norðlendingar eiga hrós skilið.“

Hann segir að ýmislegt hafi verið í boði upp á síðkastið. Herra Hnetusmjör, Jói Pé og Króli, Sprite Zero Klan og GDRN eru á meðal listamanna sem hafa troðið upp á staðnum undanfarið. Þá segir Halldór að jólin og áramótin hafi verið stór í Sjallanum.

Stórstjörnurnar Emmsjé Gauti og Flóni troða upp næstu helgi og segist Halldór búast við frábæru kvöldi þá. Hann bendir svo á að bráðlega verði viðburðir fyrir „eldri kynslóðina“ svo það sé nú eitthvað í boði fyrir alla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó