NTC

Sjálfbær rekstur Akureyrarbæjar – Lækka þarf launakostnað um 80 milljónir

Sjálfbær rekstur Akureyrarbæjar – Lækka þarf launakostnað um 80 milljónir

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu að stjórnsýslubreytingum sem taka gildi um næstu áramót. Breytingarnar eru hluti af áherslum í samstarfssáttmála bæjarstjórnar um sjálfbæran rekstur. Ýmsar leiðir verða farnar til þess að ná því markmiði og meðal annars liggur fyrir að lækka þarf launakostnað innan sveitarfélagsins.

Sjá einnig: Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ – Liggur fyrir að lækka þurfi launakostnað

Í svari við fyrirspurn Vikublaðsins segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar að breytingunum munu óneitanlega fylgja einhverjar uppsagnir. Þá liggur einnig fyrir að lækka þarf launakostnað innan sveitarfélagsins og segir Guðmundur Baldvin að við þessar breytingar sé gert ráð fyrir að lækka launakostnað um að minnsta kosti 80 milljónir króna vegna tilfærslu verkefna.

„Auk þess sem við munum fækka verkefnum sem ekki teljast lögbundin. Þá munum við líka ná fram lækkun á nefndarlaunum,“ segir Guðmundur Baldvin í samtali við Vikublaðið.

Stjórnsýslubreytingarnar fela meðal annars í sér að sviðum verður fækkað um eitt og munu nýju svið Akureyrarbæjar frá og með 1. janúar 2022 því verða eftirfarandi: Fjársýslusvið; Fræðslu- og lýðheilsusvið; Mannauðssvið; Umhverfis- og mannvirkjasvið; Velferðarsvið; Þjónustu- og skipulagssvið. Akureyrarstofa í þeirri mynd sem hún er í dag verður lögð niður. Einnig verður kjörnum ráðum og nefndum sveitarfélagsins breytt. Frístundaráð og stjórn Akureyrarstofu verða lögð niður. Málefni frístundaráðs færast til fræðslu- og lýðheilsuráðs en málefni stjórnar Akureyrarstofu til bæjarráðs.

VG

UMMÆLI

Sambíó