Framsókn

„Sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap“

„Sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap“

Knattspyrnulið Þórs hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu undir stjórn nýja þjálfarans Sigurðar Höskuldssonar. Liðið komst alla leið í undanúrslit Lengjubikarsins þar sem stórlið Breiðabliks kom í heimsókn í Bogann á Akureyri.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Breiðabliks eftir seint sigurmark sem Aron Bjarnason skoraði í blálok leiksins, á 97. mínútu. Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs var þó jákvæður í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap þar sem mér fannst við ofan á nánast allan leikinn og mér leið eftir leikinn eins og við hefðum unnið þetta 3 til 4-0 núll,“ sagði hann í viðtali sem má sjá í heild sinni á vef Fótbolta.net með því að smella hér.

„Þetta var bara eins og við erum búnir að vera spila. Það var gaman að fá alvöru lið hingað og geta séð hvar við stöndum og miðað við þessa frammistöðu erum við á mjög flottum stað. En við viljum ennþá meira og vera betri og kröftugri og þá erum við í mjög góðum málum í sumar.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó