Eins og við greindum frá í gær varð Sóley Jónsdóttir, kraftlyftingakona í KFA, Evrópumeistari telpna í +84 kg flokki. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og bætti Íslandsmeti í samanlögðum árangri í opnum flokki þegar hún lyfti samtals 527,5 kg.
Í hnébeygju lyfti Sóley 215 kg en í bekkpressu og lyfti hún 112,5 kg. Sóley lauk svo frábærri keppni með því að lyfta 200 kg í réttstöðulyftu. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá allar lyftur Sóleyjar frá því gær.
UMMÆLI