Framsókn

Sjáðu nýja stiklu úr Ófærð 2Skjáskot úr stiklunni

Sjáðu nýja stiklu úr Ófærð 2

Fyrsti þáttur í Ófærð 2 verður frumsýndur á annan í jólum, 26. desember.

Íslendingar verða þeir fyrstu til að sjá þáttaröðina en einnig er búið að selja hana erlendis.

Talið er að nokkrir tugir milljóna hafi horft á fyrstu þáttaröðina af Ófærð en hún var meðal annars sýnd í Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Ástralíu og Frakklandi þar sem hún var vinsælasta erlenda þáttaröðin sem var sýnd þar í landi árið 2016.

RVK Studios birtu í dag nýja stiklu úr Ófærð 2. Þáttaröðin hefst með árás á iðnaðarráðherra fyrir utan Alþingishúsið og heldur síðan áfram á Siglufirði, þar sem fyrsta serían átti sér stað.

Stikluna má sjá hér að neðan.

 

Sjá einnig:

Ófærð 2, sjáðu stiklu úr þáttunum sem hefjast í haust

Ráðhústorginu lokað á Siglufirði – Tökur hefjast næsta föstudag á Ófærð 2

VG

UMMÆLI