Sjáðu mörkin úr 4-0 sigri KA

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk. Mynd: ka.is

Í gærkvöldi mættust KA og Þór2 á Kjarnafæðismótinu. KA vann öruggann 4-0 sigur og leikur til úrslita á mótinu. Mörk KA manna skoruðu Hallgrímur Mar Bergmann og Elfar Árni Aðalsteinsson sem gerði sér lítið fyrir og henti í þrennu. Aron Birkir Stefánsson markmaður Þórs fékk rautt spjald þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó