Þór/KA hélt sigurgöngu sinni í Pepsi deild kvenna áfram í gær þegar Grindavík kom í heimsókn á Þórsvöll. Sigurinn var aldrei í hættu en Þór/KA vann að lokum stórsigur, 5-0.
Besti leikmaður deildarinnar til þessa, Sandra Stephany Mayor Gutierrez, hóf markasúpuna með marki á elleftu mínútu eftir stoðsendingu frá Söndru Maríu Jessen. Sandra María sá svo um næstu þrjú mörk en síðasta mark Þórs/KA var sjálfsmark.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á ÞórTV og hefur nú verið klippt saman myndband með mörkum leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan.
Sjá einnig
UMMÆLI