Sjáðu glæsilegt skallamark Alexanders

Sjáðu glæsilegt skallamark Alexanders

Alexander Már Þorláksson hefur verið mikilvægur fyrir knattspyrnulið Þórsara síðan hann gekk til liðs við Þór 23. júní síðastliðinn. Hann skoraði tvö mörk í 2-1 sigri liðsins á Grindavík í gær en fyrra markið hans var stórglæsilegt skallamark sem má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig: Þórsarar sigruðu í Grindavík

Alexander hefur skorað fimm mörk síðan hann gekk til liðs við Þór og einnig verið duglegur að leggja upp. Þórsarar höfðu aðeins unnið einn leik þegar hann kom til liðsins en hafa síðan náð að rétta úr kútnum og hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum.

Liðið er í 10. sæti deildarinnar með 17 stig líkt og Grindavík og Kórdrengir sem sitja í 9. og 8. sæti deildarinnar. Þórsarar eru nú með 9 stigum meira en KV sem er í 11. sæti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó